Fara beint í efnið

Vottorð birtist ekki í pósthólfinu

Ef vottorðið kemur ekki í pósthólfið áttu að geta sótt skjalið í umsóknina sjálfa. Best er að finna umsóknina á Ísland.is, skrá þig inn í hana og sækja vottorðið þar.

Einnig geturðu fundið það á Mínum síðum og í Ísland.is appinu. Undir mínum síðum er farið í „Umsóknir“, þar getur þú síðan farið inn í umsóknina sjálfa og sótt vottorðið.

Ef að vottorðið er hvorki að finna í pósthólfinu né undir umsókninni sjálfri þá biðjum við þig um að hafa samband við okkur og við aðstoðum þig frekar.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: