Sjúkratryggingar: Vefgáttir
Hvernig er aukanotandi skráður inn í Gagnagátt?
Aðalnotandi gáttar getur skráð inn aukanotendur, skrá þarf inn kennitölu þess starfsmanns sem á að fá aðgang og þegar það er komið inn að ýta á plúsinn fyrir framan nafnið og bæta inn hversu mikinn aðgang starfsmaðurinn eigi að hafa.
Einnig er hægt að senda póst á hjalp@sjukra.is og óska eftir að starfsmaður sé skráður inn sem aukanotandi.
Hægt er að veita aukanotanda aðgang til að stofna, breyta og eyða öðrum aukanotendum en einungis er hægt að bæta þeim aðgangi við hjá Upplýsingatæknisviði Sjúkratrygginga.
Almennur starfsmaður getur ekki sjálfur óskað eftir þessum aðgangi heldur yfirmaður fyrirtækis / stofnunar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?