Sjúkratryggingar: Vefgáttir
Afhverju sé ég ekki bréf / gögn sem búið er að birta í Gagnagátt?
Viðkvæmustu málaflokkar Sjúkratrygginga eru aðgangsstýrðir og falla Slysatrygging, Sjúklingatrygging og fyrirfram ákveðin meðferð erlendis þar undir meðal annars.
Aðalnotandi gáttar mun alltaf sjá öll gögnin en aðgangsstýrt er málaflokkunum niður á aukanotendur.
Til að opna fyrir aukanotanda aðgang að sjá tiltekinn málaflokk þarf að senda póst á hjalp@sjukra.is og óska eftir að verði opnað.
Yfirmaður starfsmanns þarf að senda inn beiðnina og staðfesta að starfsmaður megi sjá bréf / gögn vegna þessa flokks.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?