Samgöngustofa: Nám, réttindi og skírteini einstaklinga
Ég er með 40 ára meirapróf, þarf ég að fara í endurmenntun atvinnubílstjóra?
Öll sem ætla að starfa sem atvinnubílstjórar þurfa að hafa lokið fimm endurmenntunarnámskeiðum þegar ökuskírteinið er endurnýjað. Ef viðkomandi hefur fengið meirapróf með gömlum ökuréttindum fylgja ekki atvinnuréttindi. Til að fá atvinnuréttindi fyrir C þarf að fara í fimm endurmenntunarnámskeið og til að fá atvinnréttindi á D réttindi þarf að fara í nám í ökuskóla.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?