Aðstaða og heimildir persónuverndarfulltrúa
Persónuverndarfulltrúi þarf að hafa nauðsynleg úrræði, það er aðstöðu og heimildir, til að geta sinnt starfi sínu.
Með tilliti til eðlis og umfangs starfseminnar skal persónuverndarfulltrúi hafa að lágmarki eftirfarandi aðstöðu og heimildir:
virkan stuðning æðstu yfirmanna, í þessu felst meðal annars að persónuverndarfulltrúa skal ekki refsað fyrir framkvæmd starfs síns,
nægan tíma til að sinna verkefninu,
nægan fjárhagslegan stuðning, starfsaðstöðu og undirmenn, þar sem það á við,
formlega stöðu sem persónuverndarfulltrúi gagnvart öðrum starfsmönnum,
aðgang að stoðþjónustu innan starfseminnar þannig að hann fái þann stuðning sem hann þarf, aðföng og upplýsingar frá öðum þjónustusviðum,
stöðuga þjálfun/endurmenntun.