Fara beint í efnið

Yfirlýsing um að hefja ekki rekstur

Yfirlýsing um að hefja ekki rekstur

Á meðan umsækjandi þiggur greiðslur atvinnuleysistrygginga er honum óheimilt að vera skráður á launagreiðendaskrá RSK. Þess vegna þarf að fylla ut yfirlýsingu um að hefja ekki rekstur á eigin kennitölu eða taka að sér verktakavinnu á meðan umsækjandi fær greiddar atvinnuleysisbætur.

Tilkynna þarf um tilfallandi vinnu til Vinnumálastofnunar með að minnsta kosti eins dags fyrirvara.

Sé það ekki gert kann það að leiða til viðurlaga í formi biðtíma eða niðurfellingu bótaréttar.

Yfirlýsing um að hefja ekki rekstur

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun