Vatn er auðlind sem mikilvægt er að umgangast á ábyrgan hátt, ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Viðhalda þarf líffræðilegri fjölbreytni og náttúrulegu ástandi vistkerfa ferskvatns og strandsjávar og tryggja gæði grunnvatns.
Í gegnum EES-samninginn er Ísland aðili að rammatilskipun 2000/60/EC þar sem markmið allra Evrópulanda að yfirborðsvatn og grunnvatn sé í viðvarandi góðu ástandi. Á Íslandi ber Umhverfisstofnun ábyrgð á innleiðingunni undir heitinu Stjórn vatnamála, hægt er að kynna sér það nánar undir vatn.is.
Skil á gögnum
Hluti af innleiðingunni er að tryggja vöktun vatns. Gögnum er skilað inn í skilagátt. Lögaðilar sem ber að skila gögnum geta sótt um aðgang að skilagáttinni í meðfylgjandi umsókn.
Aðgengi að gögnum
Gögnin eru gerð aðgengileg í gegnum vefþjónustur Umhverfisstofnunar undir https://api.ust.is/vatn.
Þjónustuaðili
Umhverfisstofnun