Virknisamningur
Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi atvinnurekanda sem nemur fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að 12 mánuði.
Heimilt er að framlengja samning skv. 2. mgr. ef nauðsynlegt er að veita atvinnuleitanda lengri tíma til þjálfunar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og er þá einungis heimilt að framlengja gildistíma samnings um sex mánuði að hámarki.
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun