Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Virknisamningur

Virknisamningur er endurgreiðslusamningur við atvinnurekendur sem ráðið hafa fólk með sjúkra- og endurhæfingargreiðslur eða hlutaörorkulífeyri til starfa. Endurgreiðslusamningnum er ætlað að auka tækifæri fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu til þátttöku á almennum vinnumarkaði.

Skilyrði

  • Starfsmaður er 18-67 ára.-Starfsmaður fær greiddan sjúkra- og endurhæfingarlífeyri/ hlutaörorkulífeyri.

  • Endurgreiðslusamningar skulu vera í samræmi við gildandi kjarasamninga í þeirri starfsgrein sem starfið tilheyrir. Samningurinn skal aldrei vera lægri en lágmarkslaun.

  • Atvinnurekandi þarf að sækja um Virknisamning og skrá starf inn á „mínum síðum“ atvinnurekenda.

  • Að minnsta kosti einn starfsmaður verður að vera á launaskrá í hlutaðeigandi fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum áður en sótt er um Virknisamning.

  • Fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök séu í skilum hvað varðar launatengd- og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingargjald.

Endurgreiðsla

Styrkurinn til atvinnurekenda er sem nemur fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi, þar að auki er greitt 11,5% mótframlag af styrkfjárhæð i lífeyrissjóð.

Virknisamningur er gerður í allt að 12 mánuði, í undantekninga tilfellum er heimilt að framlengja gildistíma samnings um 6 mánuði að hámarki.

Spurt og svarað um Virknisamning

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun