Viðkvæmar persónuupplýsingar
Viðkvæmar persónuupplýsingar eru upplýsingar sem varða:
Kynþátt
Þjóðernislegan uppruna
Stjórnmálaskoðanir
Trúarbrögð eða lífsskoðun
Aðild að stéttarfélagi
Heilsufarsupplýsingar
Upplýsingar um kynlíf manna og kynhneigð
Erfðafræðilegar upplýsingar
Lífkennaupplýsingar, þ.e. upplýsingar sem fást með sérstakri tæknivinnslu og tengjast líkamlegum, lífeðlisfræðilegum eða atferlisfræðilegum eiginleikum einstaklings, til dæmis andlitsmyndir eða gögn um fingraför, enda sé unnið með upplýsingarnar til að persónugreina einstaklinga með einkvæmum hætti.