Fara beint í efnið

Veiðikort erlendra veiðimanna

Umsókn um veiðikort fyrir erlenda veiðimenn

Allir sem stunda veiðar á fuglum og spendýrum hér á landi þurfa að hafa veiðikort. 

Erlendir ríkisborgarar, sem ekki hafa lögheimili hér á landi, geta fengið veiðikort sem gildir skemur en eitt ár og stundað veiðar á eignarlöndum að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

  • Viðkomandi hafi sambærileg réttindi til veiða í sínu heimalandi.

  • Viðkomandi hafi fullnægjandi þekkingu á þeim reglum sem gilda hér á landi um veiðar á villtum dýrum.

Veiðistjóri getur sett sem skilyrði að erlendur handhafi veiðikorts sé í fylgd manns sem hefur gilt veiðikort og lögheimili hér á landi.

Fyrir brottför af landinu skal handhafi veiðikorts skila veiðiskýrslu, óháð því hver veiði hans var.

Nánar á vef Umhverfisstofnunar

Umsókn um veiðikort fyrir erlenda veiðimenn

Þjónustuaðili

Umhverf­is­stofnun