Fara beint í efnið

Um Nýsköpunarmót

Hvaða hlutverki gegnir Nýsköpunarmót?

Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar:

Skapaðar verða forsendur fyrir opinbera aðila til þess að vinna að jafnaði með nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í því að hanna og þróa lausnir sem geta leyst viðfangsefni hins opinbera á betri og hagkvæmari hátt en gert er.

Nýsköpunarmót er vettvangur sem tengir fyrirtæki og opinbera aðila saman til að ræða áskoranir og leita lausna. Með virku samtali milli hins opinbera og markaðarins er leitast við að auka gæði opinberra innkaupa og stuðla að auknum innkaupum á nýsköpun.

Markmið laga um opinber innkaup:

...er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.

Ríkiskaup er umsjónaraðili Nýsköpunarmótsins og leitast við að gæta þess að lögum um opinber innkaup sé framfylgt. Ef þú ert með spurningar um útboðsmörk eða innkaupaleiðir fyrir nýskapandi lausnir getur þú haft samband með því að senda okkur skilaboð hér að neðan.

Hafa samband

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Háskóla- og nýsköpunarráðuneytið styðja framþróun opinberrar nýsköpunar.