Alþingiskosningar 2024
Þarf ég að taka með mér skilríki þegar ég kýs?
Til að geta kosið þarf kjósandi að sýna fram á að hann sé sá sem hann segist vera.
Best er að koma með skilríki með mynd á kjörstað, t.d. ökuskírteini eða vegabréf, til þess að kjósandi geti gert grein fyrir sér.
Starfræn ökuskírteini eru gild skilríki við kosningar. Til þess að sannreyna þau eru þau skönnuð á kjörstaðnum.
Ef kjósandi á ekki skilríki með mynd af sér getur hann til dæmis fengið einhvern sem hann þekkir og á skilríki með mynd til að votta hver hann er.