Ný stjórnmálasamtök sem ætla að bjóða fram til Alþingis þurfa að sækja um listabókstaf og staðfest heiti stjórnmálasamtakanna til dómsmálaráðuneytisins. Sjá nánar hér.
Frestur til að sækja um listabókstaf rennur út klukkan 12:00 á hádegi þann 28. október eða þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út.
Umsóknin þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
umsókn verður að berast ráðuneytinu eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út
umsókn skal fylgja yfirlýsing a.m.k. 300 kjósenda
skýrt þarf að koma fram í yfirlýsingunni að mælt sé með heiti samtakanna og úthlutun tiltekins listabókstafs
yfirlýsingin skal dagsett, og þar skal koma fram nafn meðmælanda, kennitala hans og heimili.
heiti stjórnmálasamtakanna má ekki vera þannig að ætla megi að villst verði á því og heiti samtaka sem þegar eru á skrá um listabókstafi og heiti stjórnmálasamtaka.
Hér er eyðublað fyrir meðmæli með heiti stjórnmálasamtaka og umsókn um listabókstaf vegna kosninga til Alþingis frá dómsmálaráðuneytinu.
Stjórnmálasamtök sem fengu úthlutuðum listabókstaf fyrir síðustu kosningar og hafa síðar fengið úthlutuðum listabókstaf:
B-listi: Framsóknarflokkur
C-listi: Viðreisn
D-listi: Sjálfstæðisflokkur
F-listi: Flokkur fólksins
G-listi: Græningjar stjórnmálasamtök
J-listi: Sósíalistaflokkur Íslands
L-listi: Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt
M-listi: Miðflokkurinn
O-listi: Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
P-listi: Píratar
S-listi: Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands
V-listi: Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Y-listi: Ábyrg framtíð