Fara beint í efnið

Alþingiskosningar 2024

Hver má kjósa? Kosningarréttur

Hver má kjósa?

  • íslenskir ríkisborgarar

  • með lögheimili á Íslandi

  • sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag

Íslenskir ríkisborgarar sem búa erlendis

Íslenskur ríkisborgari sem hefur átt lögheimili á Íslandi, á kosningarrétt í 16 ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu.

Eftir þann tíma þarf hann að sækja um að vera settur aftur á kjörskrá til Þjóðskrár Íslands. Fyrir alþingiskosningar 30. nóvember næstkomandi þarf umsóknin að berast Þjóðskrá Íslands fyrir 19. nóvember 2024. Ef umsækjandi uppfyllir skilyrðin verður hann skráður á kjörskrá til næstu fjögurra ára.

Aðrir

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við alþingiskosningar og geta því ekki kosið. (fyrir utan danska ríkisborgara sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tímann á síðustu 10 árum fyrir þann tíma)