Fara beint í efnið

Alþingiskosningar 2024

Atkvæðagreiðsla á stofnunum á Vesturlandi

15. nóvember 2024

Sýslumaðurinn á Vesturlandi heldur atkvæðagreiðslu á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum og í fangelsum.

Prufu asset

Atkvæðagreiðsla á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum og í fangelsi í umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi fer fram sem hér segir að neðan. Á það er bent að kosning utan kjörfundar á greindum stöðum er einungis ætluð fyrir kjósendur sem þar dveljast;

Akranesi:
Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili, miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl. 10:00 - 13:00
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 13:00 - 14:00

Borgarnesi:
Dvalarheimilinu Brákarhlíð, fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 9:30 - 12.00

Snæfellsbæ:
Dvalarheimilinu Jaðri, fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 11:00 - 13:00

Grundarfjarðarbæ:
Fangelsinu Kvíabryggju, mánudaginn 25. nóvember nk. kl. 16:00 - 17:00
Dvalarheimilinu Fellaskjóli, þriðjudaginn 26. nóvember nk. kl. 15:00- 16:00

Stykkishólmi:
Systraskjóli / sjúkradeild HVE, fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 15:15 - 16:15

Dalabyggð:
Dvalarheimilinu Silfurtúni, þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl. 15:15 - 16:15
Hjúkrunarheimilinu Fellsenda, þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl. 17:00 - 18:00