Útgáfa vegabréfs undir 18 ára
Báðir forsjármenn þurfa að skrifa undir skjal til að samþykkja útgáfu vegabréfs. Ef annar forsjármaður barns getur ekki mætt ritar hann samþykki sitt á skjalið. Þá þarf vottun tveggja einstaklinga eldri en 18 ára. Fari forsjármaður einn með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg vegna umsóknar og staðfestir Þjóðskrá Íslands að viðkomandi fari einn með forsjá.