Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Útboðsvefur

Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra útboða.

Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og/eða tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Undir það flokkast innkaup ríkis, sveitarfélaga og veitufyrirtækja þegar fjárhæðir innkaupa eru yfir innlendum og erlendum útboðsmörkum. Á útboðsvefnum geta opinberir aðilar einnig auglýst innkaup undir viðmiðunarmörkum til að tryggja gegnsæi.

Hægt er að gerast áskrifandi að tilkynningum um nýjar auglýsingar um útboð og þannig vakta hvaða útboð eru í gangi hverju sinni.

Fara á Útboðsvefinn