Fara beint í efnið

Undirmál

Undirmál telst að hálfu til aflamarks, svo lengi sem undirmálsaflinn fari ekki yfir 10% af viðkomandi tegund í veiðiferð.

Það er skylda að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa og er undirmálsreglan ein af þeim leiðum sem stjórnvöld setja fram til að fá sjómenn til að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og vinna gegn brottkasti. Á móti kemur að þessi ívilnun getur skapað freistingar í þá átt að flokka stærri fisk sem undirmál.

Skráning undirmálsafla

  • Skipstjóri fiskiskips á að tryggja að réttar og fullnægjandi upplýsingar um aflann berist til hafnarvigtarmanns.

  • Undirmálsafla á að halda aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann á að vigta sérstaklega af löggiltum vigtarmanni.

  • Lengdarviðmið á undirmálsfiski eru mismunandi eftir tegundum, sbr. töfluna hér að neðan. 

Fisktegund

Lengdarviðmið, undirmál

Lengdarviðmið hausað undirmál

Þorskur

50 cm

27 cm

Ufsi

50 cm

31 cm

Ýsa

45 cm

26,5 cm

Gull- og djúpkarfi

33 cm

-----------------

Fiskistofa fylgist reglulega með löndunum á undirmáli og sannreynir að undirmál sé undir viðmiðunarmörkum og leiðréttir aflaskráningu ef svo er ekki.

Viðbrögð Fiskistofu vegna brota á þessari reglu fer eftir alvarleika brotsins, ítrekuð brot geta leitt til þess að skip sé svipt tímabundið leyfi til veiða í atvinnuskyni.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa