Undanþága vegna innflutnings einstaklinga á lyfjum
Lyf einstaklinga í farangri eða póst- og vörusendingum kallast innflutningur einstaklinga á lyfjum. Mismunandi reglur gilda um póst-og vörusendingar lyfja eftir því hvaða flokki lyfin tilheyra og hvaðan þau koma.
Lyfjastofnun er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum þegar hægt er að sýna fram á, að takmarkanir á heimild til innflutnings lyfja til eigin nota, stofni heilsu eða lífi einstaklings í hættu.
Ávana- og fíknilyf - Lyfjastofnun þarf að samþykkja undanþágu áður en komið er með lyfið til landsins.
Almenn lyf - sækja skal um undanþágu í síðasta lagi tveimur vikum eftir að lyfið kemur til landsins.
Afhending
Athugið vel að sækja verður um undanþágu vegna lyfja sem flokkast sem ávana- og fíknilyf áður en komið er með lyfið til landsins. Fyrir almenn lyf skal í síðasta lagi sækja um undanþágu tveimur vikum eftir að lyfið kemur til landsins.
Lyfjastofnun gerir sitt besta til að forgangsraða verkefnum og svara flótt og vel, mikilvægt er að umsókn sé send inn tímanlega.
Kostnaður
Ekkert kostar að sækja um.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun