Fara beint í efnið

Undanþága vegna innflutnings einstaklinga á lyfjum

Lyf einstaklinga í farangri eða póst- og vörusendingum til landsins fellur undir innflutning einstaklinga á lyfjum. Mismunandi reglur gilda um póst- og vörusendingar lyfja eftir því hvaða flokki lyfin tilheyra og hvaðan þau koma.

Lyfjastofnun er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum þegar hægt er að sýna fram á, að takmarkanir á heimild til innflutnings lyfja til eigin nota, stofni heilsu eða lífi einstaklings í hættu.

  • Varðandi ávana- og fíknilyf þarf Lyfjastofnun að samþykkja undanþágu áður en komið er með lyfið til landsins.

  • Varðandi almenn lyf þarf að sækja um undanþágu í síðasta lagi tveimur vikum eftir að lyfið kemur til landsins.

Afhending

Undanþága er send umsækjanda í tölvupósti.

Kostnaður

Ekkert kostar að sækja um.

Undanþága vegna innflutnings einstaklinga á lyfjum

Hvernig koma lyfin til Íslands?

Í textaboxinu hér að neðan þarf að tilgreina nauðsynlegar upplýsingar um lyfin sem sótt er um undanþága fyrir. Fyrir hvert lyf þarf að taka fram upplýsingar sem finna má á pakkningu lyfsins: Heiti lyfs, lyfjaform og styrkleiki. Að auki þarf að taka fram það magn sem er flutt inn af lyfinu og dagsskammtur.

Afrit af lyfseðlum fyrir öll lyf sem sótt er um undanþágu fyrir

Vottorð læknis um að lífi eða heilsu einstaklings sé ógnað, sé undanþága ekki veitt

Reikningur fyrir lyfjakaupum

Nauðsynlegt er að sýna fram á að lyfjanna sé aflað á lögmætan hátt.

Test form vegna json í tölvupósti

Þjónustuaðili

Lyfja­stofnun