Fara beint í efnið

Skráning á lista skipulagsráðgjafa

Skipulagsstofnun heldur úti lista yfir skipulagsráðgjafa, sem heimilt er að vinna skipulag. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði um menntun og/eða starfsreynslu til að sinna gerð skipulagsáætlana en þau eru tilgreind í 7. grein skipulagslaga.

Skipulagsráðgjafi þarf að uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • Vera skipulagsfræðingur með heimild ráðherra.

  • Vera arkitekt, byggingafræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur eða verkfræðingur með heimild ráðherra og uppfylla annað af eftirfarandi skilyrðum:

    • Hafa sérhæft sig í námi á sviði skipulagsmála.

    • Starfað á sviði skipulagsmála í að lágmarki tvö ár

Skipulagsstofnun fer eftir eftirfarandi verklagsreglum við mat á umsóknum um skráningu á lista yfir viðurkennda skipulagsráðgjafa (sbr. 2. tl. 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010):

Þeir aðilar sem uppfylla framangreind skilyrði geta óskað eftir skráningu á lista Skipulagsstofnunar, yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana.

Umsókn

Umsókn ásamt eftirfarandi fylgögnum þarf að skila með tölvupósti til Skipulagsstofnunar.

  • Staðfesting á heimild ráðherra til starfsheitis samkvæmt lögum, nr. 8/1996 um löggildingu nokkurra starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.

Ef sótt er um vegna sérhæfingar:

  • Í námi: staðfest yfirlit yfir nám með námskeiðslýsingum.

  • Í starfi: staðfest yfirlit yfir starfsreynslu og helstu skipulagsverkefni, ásamt lýsingu á hlutverki umsækjanda í þeim verkefnum.