Starfsleyfi vegna reksturs þjónustu við fatlað fólk
Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að það fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og því sköpuð skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði.
Sækja þarf um starfsleyfi/umsýsluleyfi vegna reksturs þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Það á einnig við um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra þjónustu- og rekstraraðila sem veita slíka þjónustu.
Þjónustuaðili
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála