Lyfjastofnun gefur út leyfi fyrir rekstur lyfjabúðar ef öll skilyrði laga og reglugerða eru uppfyllt. Sé annar einstaklingur eða lögaðili en lyfsöluleyfishafi rekstraraðili lyfjabúðar er þeim aðila skylt að sækja um rekstrarleyfi til Lyfjastofnunar.
Ef rekstrarleyfi apóteksins er á hendi annars en lyfsöluleyfishafa þarf að liggja fyrir samningur milli aðila sem kveður á um verkaskiptingu milli þeirra. Í umsókninni þarf sérstaklega að fjalla um hvernig rekstrarleyfishafi gerir lyfsöluleyfishafa kleift að uppfylla skyldur sínar samkvæmt reglugerð nr. 1340/2022 um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir. Afrit af samningnum þarf að fylgja umsókninni.
Hverjir geta sótt um?
Einstaklingar eða lögaðilar geta sótt um.
Afhending
Leyfið er sent umsækjanda rafrænt.
Kostnaður
Kostnaður er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun