Umsókn um persónulegan talsmann
Fatlað fólk sem á erfitt með að gæta hagsmuna sinna á rétt á persónulegum talsmanni til að aðstoða sig við að fara með sjálfræði sitt. Persónulegur talsmaður aðstoðar fólk við að:
Gæta réttar síns og njóta réttinda
Sækja um hverskonar þjónustu
Fá nauðsynlegar upplýsingar og taka upplýstar ákvarðanir
Fylgjast með fjármálum og greiða reikninga
Bæði fatlaðir einstaklingar eða væntanlegir talsmenn geta sótt um að sýslumaður geri samning um persónulegan talsmann. Skilyrði er að talsmaður hafi þekkingu á þörfum og óskum þess einstaklings sem hann aðstoðar og ljúki netnámskeiði um hlutverkið.
Umsókn um persónulegan talsmann
Það er skilyrði fyrir samning um persónulegan talsmann að réttindagæslumaður kanni vilja og aðstæður þess fatlaða einstaklings sem sækir um talsmann. Athugið, að fólk getur haft fleiri en einn talsmann. Í þeim tilvikum er skilað inn annarri umsókn.
Þjónustuaðili
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk