Umsókn um endurbirtingu upplýsinga í lyfjaverðskrá
Þann 15. hvers mánaðar eða næsta virka dag á undan tekur Lyfjastofnun út lista af vef Sjúkratrygginga Íslands yfir þau lyf sem hafa verið skráð með birgðaskort lengur en 90 daga og verða þau lyf felld úr lyfjaskrá vegna birgðaskorts næstu mánaðarmót á eftir.
Til þess að upplýsingar um lyf komist aftur í lyfjaverðskrá er nauðsynlegt að fylla út eyðublað og senda Lyfjastofnun.
Sækja þarf um endurbirtingu fyrir 6. hvers mánaðar til að hægt sé að birta í næstu lyfjaverðskrá á eftir. -Dæmi: Sótt er um endurbirtingu fyrir 6. desember ef birting á að vera 1. janúar.
Afhending
Næsti mánuður
Kostnaður
Enginn kostnaður

Þjónustuaðili
Lyfjastofnun