Umsókn um atvinnutengda starfsemi: íshellaferðir og jöklagöngur á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Þetta umsóknareyðublað er fyrir umsækjendur sem vilja fá að stunda íshellaferðir og jöklagöngur á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs frá og með 1. október 2025 til og með 30. september 2027.
Umsóknarfrestur er til og með 27. júlí 2025.
Umsóknin er opnuð á eigin innskráningu (ekki umboði) og í ferlinu er svo kennitala rekstraraðila sett inn.
Upplýsingar sem þarf að hafa tiltækar:
Kennitala rekstraraðila (fyrirtækis)
Kennitala, netfang og farsímanúmer þess sem undirritar samning rafrænt
Tegund starfsemi
Staðsetningar starfsemi
Áætlaður fjöldi gesta
Upplýsingar um yfirleiðsögumenn
Lýsing á reynslu fyrirtækis, tækjakosti og högun starfsemi
Fylgiskjöl sem þurfa að fylgja með:
Staðfesting á menntun yfirleiðsögumanna
Staðfesting á leyfi Ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa eða ferðasali dagsferða
Umhverfis- og sjálfbærnisstefna (markmið, aðgerðaáætlun, mælitæki og skilgreindir ábyrgðaraðilar)
Öryggisáætlun (áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun, atvikaskýrsla) - þarf einni að senda til Ferðamálastofu til úttektar
Fylgiskjöl sem væru gagnleg:
Upplýsingar um starfsemina, t.d. tækjaflota fyrirtækisins
Gátlisti um öryggisbúnað í ferðum
Vottun frá Vakanum
Þjónustuaðili
Náttúruverndarstofnun