Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Umsókn um að sameina tvo eða fleiri sjóði eða sjálfseignarstofnanir

Hægt er að óska eftir því við sýslumann að sjóður eða sjálfseignarstofnun verði sameinuð annarri sjálfseignarstofnun og er sýslumanni heimilt að verða við slíkri beiðni ef lagaskilyrði til þess teljast uppfyllt.

Stjórn, stofnendur, aðilar sem kveðið er á um í skipulagsskrá eða aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af tilvist og starfsemi sjálfseignarstofnunar geta óskað eftir því við sýslumann að sjóður eða sjálfseignarstofnun verði sameinuð annarri sjálfseignarstofnun.  Sýslumaður og Ríkisendurskoðun geta einnig átt frumkvæði að því.

Stjórn getur borið upp tillögu á stjórnarfundi sjálfseignarstofnunar um sameiningu hennar við aðra sjálfseignarstofnun en samþykki stjórnar skal vera í samræmi við gildandi ákvæði skipulagsskrár. 

Senda skal rökstudda tillögu um sameiningu sjálfseignarstofnana til sýslumanns eða drög að nýrri skipulagsskrá ásamt rökstuðningi fyrir sameiningunni.

Sýslumaður yfirfer framkomna beiðni.  Ríkisendurskoðun er veitt færi á að láta í ljós umsögn sína vegna hennar. 

Umsögn Ríkisendurskoðunar er yfirfarin hjá sýslumanni.  Stjórn sjálfseignarstofnunar er veitt færi á að koma með athugasemdir við umsögn Ríkisendurskoðunar eða ábendingar sýslumanns ef þörf er talin á. 

Sýslumaður tekur ákvörðun um hvort fallist er á beiðni um sameiningu sjálfseignarstofnana.  Ef fallist er á beiðni um sameiningu skal ein eða fleiri sjálfseignarstofnun afhenda eignir sínar, réttindi og skyldur til annarrar sjálfseignarstofnunar eða tvær eða fleiri sjálfseignarstofnanir eru sameinaðar undir nýrri sjálfseignarstofnun.  Ef beiðni um sameiningu sjálfseignarstofnana er hafnað er beiðanda tilkynnt um það.  Höfnun sýslumanns á sameiningu sjálfseignarstofnana má kæra til dómsmálaráðuneytisins. 

Tengd lög og reglugerðir

Lög nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá

Reglugerð nr. 140/2008 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá

Reglugerð nr. 1125/2006 um framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá