Fara beint í efnið

Umboð til upplýsingaöflunar vegna barns sem getið er með tæknifrjóvgun

Upplýsingaöflun vegna barna sem getin eru með tæknifrjóvgun

Barn einhleyprar konu sem getið er með tæknifrjóvgun á Íslandi, samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun o.fl., verður ekki feðrað samkvæmt barnalögum. Í tilfellum sem þessum þarf móðir barnsins að leggja fram staðfestingu um tæknifrjóvgun innan 6 mánaða frá fæðingu barnsins. Ef staðfesting berst ekki innan tilskilins tíma tilkynnir Þjóðskrá Íslands sýslumanni um ófeðrað barn sbr. ákvæði barnalaga. Í tilfellum þar sem móðir er gift eða í sambúð þarf að leggja fram skjal sem staðfestir að getnaður hafi farið fram samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun o.fl.

Vert er að undirstrika að ástæða þess að Þjóðskrá Íslands kallar eftir framangreindum upplýsingum er svo unnt sé að framfylgja barnalögum um skráningu foreldra barns. Eignist kona, í hjónabandi eða skráðri sambúð, barn sem ekki er getið við tæknifrjóvgun samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun o.fl., t.d. með tæknifrjóvgun sem fer fram erlendis, eiga almennar reglur barnalaga um faðerni við.

Umboð móður

Aðgangur forsjárforeldra

Forsjáraðilar sem eru ekki með sama lögheimili skráð og barn/börn geta sótt um aðgang að upplýsingum barna.

Umsókn um aðgang forsjárforeldra að upplýsingum barna

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá