Fara beint í efnið

Tilkynntu netógnir: Verndaðu þig og gögnin þín á netinu

Netbrot og öryggisbrestir eru sívaxandi hætta sem er mjög dýr fyrir þjóðfélagið. Það er mikilvægt að gera viðeigandi ráðstafanir og tilkynna netárásir eða netsvik til viðeigandi aðila. Með því að tilkynna er hægt að hjálpa til við að stöðva þessa þróun og mögulega bæta skaðann að einhverju leyti.

Aðilar sem eru ábyrgir fyrir upplýsingum og innviðum eru skyldugir til að láta vita af brotum þannig að hægt sé að meta umfang þeirra og ná utan um skaðann. Sjá nánar um skyldutilkynningar til CERTIS og öryggisbrest til Persónuverndar.