Fara beint í efnið

Tilkynning um fjarsölu með lyf

Tilkynning um fjarsölu með lyf

Handhöfum lyfsöluleyfa, sbr. 34. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 og handhöfum leyfa, sbr. 35. gr. laganna, sem hafa í hyggju að stunda fjarsölu með lyf á grundvelli slíks leyfis, er skylt að tilkynna Lyfjastofnun um slíkt eigi síðar en á sama tíma og fjarsala hefst.

Í tilkynningunni verður að koma fram:

  • heiti eða firmaheiti og fast heimilisfang starfsstöðvarinnar þaðan sem lyfjum er dreift

  • dagsetningu upphafssölu lyfja í fjarsölu

  • slóð á vefsvæði sem á að nota og aðrar viðeigandi upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að finna vefsíðuna

  • afrit af samningi milli lyfsöluleyfishafa og þriðja aðila, ef annar aðili en starfsmaður lyfjabúðarinnar sér um afhendingu lyfja

Kostnaður

Ekkert kostar að senda inn tilkynningu.

Tilkynning um fjarsölu með lyf

Þjónustuaðili

Lyfja­stofnun