Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tilkynna öryggisatvik til CERT-IS

Tilkynna öryggisatvik

Að tilkynna öryggisatvik

Með þessu formi má tilkynna atvik eða áhættu til netöryggissveitarinnar CERT-IS. Dæmi um öryggisatvik eru vefveiðar, álagsárásir eða gagnagíslatökur.

Formið leiðir notanda áfram og biður um viðeigandi upplýsingar hverju sinni. Hægt er að bæta við viðhengjum í ferlinu, svo sem skjáskotum eða skýrslum.

Trúnaður

Öllum er frjálst að tilkynna öryggisatvik og eru allar upplýsingar meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. CERT-IS er undanskilið upplýsingalögum en ef um skyldutilkynningu er að ræða skv. lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða eða lögum um fjarskipti, verður tilkynningin send áfram til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds.

Eftir að öryggisatvik er tilkynnt

CERT-IS fer yfir allar tilkynningar á dagvinnutíma en viðbragð sveitarinnar fer eftir því hvort óskað sé eftir aðstoð í tilkynningunni eða hún merkt til upplýsinga.

Utan dagvinnutíma geta mikilvægir innviðir haft samband í gegnum bakvaktarsíma CERT-IS.

Til að nota formið þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. CERT-IS óskar eftir því að tilkynningar séu sendar í gegnum formið en ef það er ekki hægt má senda tilkynningu með tölvupósti á cert@cert.is.

Tilkynna öryggisatvik

Þjónustuaðili

CERT-IS