Tilkynna netglæp
Hvað eru netglæpir?
Þegar þrjótar blekkja og svíkja pening af fólki, kúga það eða áreita á netinu kallast það netglæpur. Netsvik og stafræn brot eru sífellt að færast í aukana og nauðsynlegt er að tilkynna þau til lögreglu til að geta spornað við þeim. Ef þú telur þig hafa lent í netglæp, eða tilraun til netglæps, er mikilvægt að gera viðeigandi ráðstafanir og tilkynna það til lögreglu.
Fyrirtæki og stofnanir ættu að tilkynna netöryggisatvik til CERT-IS og öryggisbresti til Persónuverndar.

Þjónustuaðili
Lögreglan