Fara beint í efnið

Stjúpfjölskyldur, almennar upplýsingar

Stjúpfjölskyldur samanstanda af barni eða börnum, kynforeldri og stjúpforeldri sem tekur þá að sér foreldrahlutverkið.

Ef foreldri sem fer eitt með forsjá barns síns gengur í hjúskap þá geta foreldri og stjúpforeldri samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Sömuleiðis ef foreldri sem fer eitt með forsjá barns síns tekur upp sambúð má semja um að forsjá barns verði sameiginleg. Þetta á einungis við ef skráð sambúð hefur varað samfleytt í eitt ár.

Stjúpforeldrið eða sambúðarforeldrið hefur eingöngu forsjá meðan hjúskapur eða sambúð stendur nema ef forsjárforeldri andast en þá fer stjúp- eða sambúðarforeldri áfram með forsjána nema annað hafi verið ákveðið eða telst barninu fyrir bestu.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Umboðs­maður barna