Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Styrkur til kaupa á nytjahjólum

Loftslags- og orkusjóður veitir styrki til kaupa á nytjahjólum (e. cargo bikes). Styrkurinn tekur til hjóla sem keypt eru 1. janúar 2025 eða síðar.

Hvert hjól er einungis styrkt einu sinni og hver styrkþegi fær að hámarki einn styrk.

Styrkupphæð miðast við 33% af kaupverði*. Hámarksstyrkupphæð nemur 200.000 kr.

* Kaupverð með virðisaukaskatti

Sækja um nytjahjólastyrk

Gögn sem fylgja skulu umsókn um styrk.

  1. Tengill á vörulýsingu á vef framleiðanda eða söluaðila.

  2. Mynd af hjólinu, auk myndar sem sýnir raðnúmerið á hjólinu.

  3. Reikningur og kvittun fyrir kaupum. Raðnúmer hjóls skal koma fram á reikningi.

  4. Loftslags- og orkusjóður heldur utan um lista af styrkhæfum reiðhjólum hjá íslenskum söluaðilum. Söluaðilar geta óskað eftir birtingu hjóla á listann. Vísa skal í auðkenni hjóls á listanum. Ef beiðni um styrk berst fyrir nytjahjól sem er ekki á listanum skjal fylgja:

    • Upplýsingar um burðargetu frá framleiðanda.

    • Ef rafmagn: lýsing á mótor og rafhlöðu.

Loftslags- og orkusjóður metur hvort skilyrði séu uppfyllt.

Styrkhæf eru nytjahjól eða reiðhjól sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Hannað sérstaklega til farm- eða farþegaflutninga: Hjólið hefur sérstakt burðarsvæði sem er hluti af upprunalegri hönnun þess (ekki eftirábætt við hefðbundið reiðhjól).

  2. Lágmarks burðargeta: Hjólið getur borið að lágmarki 175 kg.

  3. Rafmagnsaðstoð: Hjólið má vera með rafmótor að hámarki 250W og má ekki ná meiri hraða en 25 km/klst. Rafmagnsaðstoð er ekki skilyrði.

  4. Skilgreint af framleiðanda sem nytjahjól (e. cargo bike): Skilgreining þarf að koma fram í vörulýsingu, tæknigögnum eða notendahandbók framleiðanda eða söluaðila. Eftirfarandi eru samþykktar undirtegundir:

    • Kassahjól (bakfiets): með farm- eða farþegarými að framan.

    • Langhjól (longtail): með lengdan afturhluta fyrir burð eða farþega.

    • Þríhjól (trike): með burðarsvæði að framan eða aftan.

Nytjahjól sem metin hafa verið styrkhæf

Ábendingar um önnur hjól sem ættu heima á þessum lista skal senda á Loftslags- og orkusjóð.

Framleiðandi

Hjól

Söluaðili

Cube

Cargo Sport Dual Hybrid 1000

Trike Family Hybrid 1500

Tri verslun

Huka

City

Reiðhjólaverzlunin Berlin

Tenways

Longtail Duo

Cargo One

t2 hjól

Urban arrow

Family - fjölskylduhjól

Shorty - stubbahjól

Cargo - vinnuhjól

Nytjahjól