Loftslags- og orkusjóður auglýsir 80 milljónir króna í styrki til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði.
Aðferðir nákvæmnislandbúnaðar við áburðardreifingu skila sér í bættri nýtingu næringarefna, minni losun gróðurhúsalofttegunda og bættum rekstri. Árangur getur verið breytilegur eftir ræktunaraðstæðum en áhrifin eru alltaf jákvæð. Búnaðurinn er þó dýr og þessum styrkveitingum er ætlað að koma til móts við það.
Styrkir verða veittir til framleiðenda landbúnaðarafurða, sem uppfylla skilyrði 4. mgr. 30. gr. búvörulaga, vegna fjárfestingar í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar í landbúnaði.
Jafnframt er heimilt að veita styrki til kaupa á búnaði skv. 1. mgr. ef búnaðurinn er keyptur í samstarfi aðila, svo sem í gegnum búnaðarfélag eða verktaka sem annast áburðardreifingu fyrir bændur, svo sem:
GPS tækni fyrir bætta nákvæmni við áburðardreifingu
Tækni til niðurfellingar/-lagningar á áburði
Önnur tæki sem bætt geta nýtingu áburðar og minnkað áburðarnotkun í landbúnaði
Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins og horft verður til þess að forgangsraða verkefnum sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (koldíoxíð-ígilda) á hverja styrkkrónu.
Auk framangreindra sjónarmiða er heimilt við mat á umsóknum og ákvörðun úthlutunar að taka tillit til sjónarmiða er fram koma í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar um Loftslags- og orkusjóð eftir því sem við á.
Styrkhlutföll, styrkfjárhæðir o.fl.:
Hámarks styrkhlutfall skal vera 40% af heildarkostnaði vegna fjárfestingar (án vsk.) og styrkfjárhæð í hverri úthlutun skal nema að hámarki 10 milljónum króna.
Styrkur greiðist samkvæmt samningi og framlagningu staðfestingar á kaupum búnaðar.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru.
Nafn, kennitala og símanúmer þess sem annast samskipti við sjóðinn.
Lýsing á verkefninu og því hvernig verkefnið samræmist markmiðum og skilgreindum áherslum styrkveitingarinnar, þ. á m. 35. gr. a. stærð landsvæðis (ha)
b. sparnaður í CO2íg/ári
c. magn áburðar á ári (tonn)
d. áætlaður sparnaður í áburðarnotkun á ári (tonn)
e. tegund áburðar
Tíma- og verkáætlun.
Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun.
Umsækjendur eru beðnir að veita upplýsnar um hvort viðkomandi sé bóndi, verktaki, búnaðarfélag eða annað. Einnig skal taka fram ef umsækjandi er fleira en eitt af ofangreindu t.d. bóndi en einnig verktaki.
Grunnur að allri losun er magn niturs sem borið er á tún. Beint samband er á milli losunar CO2-íg/ári og heildarmagni niturs sem borið er á tiltekið landsvæði.
Ef umsækjanda vantar aðstoð við útreikning á sparnaði í losun kolefnisígilda á ári er þeim bent á að hafa samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins rml@rml.is
Eftirfarandi losunarstuðull nær yfir bæði beina og óbeina losun vegna áburðarnotkunar.
Hláturgaslosun (N2O) vegna notkunar tilbúins áburðar: 5.44 kg CO2-ígildi/kg N.
Þegar skráðir eru fjöldi hektara og heildarmagn áburðar er ekki verið að tala um sömu hektara tvisvar eða oftar, þótt farið sé yfir sama svæði oftar en einu sinni á ári.
Leggja þarf fram áætlaðan sparnað á áburðarnotkun og/eða upplýsingar um betri áburðarnýtingu.
Setja hér inn upplýsingar um fyrir hversu mörg bú er verið að vinna fyrir sem og samanlagðan fjölda hektara. Athugið að ef borið er oftar en einu sinni á sama landsvæði skal aðeins tilgreina þann hektarafjölda einu sinni.
Tonn af tilbúnum áburði (kornaður eða fljótandi) eða lífrænan áburður (búfjáráburður eða annað).
Umsækjandi getur tekið það sértaklega fram ef nákvæmari dreifitækni gerir það að verkum að minni áburður fer t.d. í skurði eða á svæði út fyrir ræktað land. Með nýrri tæknilausn sé því hægt að fullnýta túnin og þannig fá fulla uppskeru af túnjöðrum sem annars væru bara að skila hluta uppskeru og lakara fóðri.
Eftir að umsóknarfresti lýkur fer fagráð yfir allar umsóknir og leggur faglegt mat á þær. Fagráð leggur tillögur að forgangsröðun til stjórnar sjóðsins sem tekur endanlega ákvörðun um úthlutun. Tímalengd matsferlis fer eftir fjölda og umfangi þeirra umsókna sem berast.
Þú færð tölvupóst þegar umsóknin hefur verið samþykkt, vísað frá eða hafnað. Ef hún er samþykkt, þarftu að staðfesta samning í umsóknarkerfinu.
Samningurinn er aðgengilegur inni á umsoknir.orkusjodur.is
Eftir samþykkt samnings þarf að:
Undirrita samning rafrænt.
Hlaða upp staðfestingu á kaupum á búnaði í þar til gert eyðublað í umsóknarkerfinu.
Eftir að staðfesting á kaupum á búnaði hefur verið samþykkt af sjóðnum fer styrkurinn í greiðsluferli. Útgreiðsla getur tekið allt að þrjár vikur.
Já, ef þú dregur umsóknina til baka verður hún ekki afgreidd. Þú færð staðfestingu á afturköllun í tölvupósti.
Það þýðir að umsóknin uppfyllti ekki skilyrði og verður ekki tekin til afgreiðslu. Ástæða frávísunar er tilgreind í tölvupósti.
Hámarks styrkhlutfall skal vera 40% af heildarkostnaði vegna fjárfestingar (án vsk.) og styrkfjárhæð í hverri úthlutun skal nema að hámarki 10 milljónum króna.
Eftir að umsóknarfresti lýkur fer fagráð yfir allar umsóknir og leggur faglegt mat á þær. Fagráð leggur tillögur að forgangsröðun til stjórnar sjóðsins sem tekur endanlega ákvörðun um úthlutun. Tímalengd matsferlis fer eftir fjölda og umfangi þeirra umsókna sem berast.
Þegar umsókn hefur verið samþykkt er samningur sendur til þín til rafrænnar undirritunar. Þegar undirritun hefur farið fram þarf að hlaða upp staðfestingu fyrir kaupum á búnaði í þar til gerðu eyðublaði í umsóknarkerfinu. Eftir að staðfesting á kaupum á búnaði hefur verið samþykkt fer styrkurinn í greiðsluferli. Útgreiðsla getur tekið allt að þrjár vikur.
Sendu tölvupóst á orkusjodur@uos.is fyrir almennar spurningar eða bokhald@uos.is ef um greiðslur er að ræða. Athugið: Skila þarf inn öllum gögnum inni í umsóknarkerfinu umsoknir.orkusjodur.is – ekki með tölvupósti.