Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Streymi frá viðburðum og fundum og persónuvernd

Oft er hægt að bera kennsl á þá einstaklinga sem sjást í streymi og þá fellur það undir reglur um persónuvernd.

Því er gott að hafa nokkra hluti í huga:

  • Aðeins skal streyma því nauðsynlegt er.

  • Upplýsa þarf alla sem koma að viðburði um streymi.

  • Fræða skal einstaklinga um streymi meðal annars með því að setja upp skýr skilti / merkingar þar sem fram kemur að viðburði verði streymt og hvert myndavélum sé beint.

  • Sé fundur aðeins í gegnum streymi þarf það komi fram í upplýsingum um fundinn.

  • Tilgreina skal svæði þar sem engin myndataka fer fram.

  • Ef tilgangur með streymi er aðeins að sýna viðburð, skal ekki taka hann upp og geyma.

Börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlögunum.

  • Mikilvægt er að meðvitund sé til staðar um hvort unnið er með sérstakar persónuupplýsingar sem gætu flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar, eins og heilsufarsupplýsingar eða upplýsingar um trúarbrögð og lífsskoðanir.

  • Tryggja þarf að tæknilausnirnar sem notast er við séu nægilega öruggar.

  • Hafa þarf í huga að viðstaddir geta mótmælt því að birtast í streymi. Gott er að útbúa fyrirfram leiðbeiningar um hvernig skrá skuli andmæli og bregðast við þeim.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820