Fara beint í efnið

Stefnubirtingar erlendis

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sér um stefnubirtingar á réttar og utanréttarskjölum í einka- og verslunarmálum á grundvelli Haag samningsins frá 15. nóvember 1965 og öflun sönnunargagna á grundvelli Haag samningsins frá 18. mars 1970, ásamt aðstoð um gagnkvæma dómsmálaaðstoð, á grundvelli Norðurlandasamningsins frá 22. júlí 1975.

Dómsmálaráðuneytið sér um allar birtingar í sakamálum og Utanríkisráðuneytið sér um birtingar í þeim löndum sem eru ekki aðilar af ofangreindum samningum.

Lögaðilar eða einstaklingar sem þurfa að leita réttar síns gangvart aðilum sem eru búsettir erlendis geta fengið aðstoð við að birta viðkomandi nauðsynleg gögn. 

Haag samningur - stefnubirtingar 

Gögnum er skipt upp í tvennt; réttarskjöl og utanréttarskjöl.  Réttarskjöl eru þau gögn sem notuð eru við fyrir dómstólum en utanréttarskjöl eru þau gögn sem notuð eru fyrir utan dómstóla. 

Réttarskjöl eru t.d.:

  • Stefna.

  • Birting dóms.

  • Fyrirkall vegna gjaldþrots.

Utanréttarskjöl eru t.d.:

  • Greiðsluáskoranir.

  • Staðfesting á ættleiðingu.

  • Samþykki á faðerni.

Umsókn um stefnubirtingu

Frumskilyrði til þess að hægt sé að notast við Haag samninginn til að birta gögn er að heimilisfang viðkomandi sé þekkt.  Sýslumaðurinn aðstoðar ekki við leit á heimilisföngum.

Ef birta á gögn fyrir einstaklingi sem búsettur er í einhverju aðildarríkjanna eða fyrirtæki sem er skrásett þar, þurfa að liggja fyrir upplýsingar um heimilisfang, fæðingardag eða kennitölu og nafn fyrirsvarsmanns.

Listi yfir aðildarríki Haag-samningsins 

Umsóknareyðublað

Upplýsingar um Haag samninga 

Haag samningur um öflun sönnunargagna:

Einungis er hægt að nota þennan samning til að afla sönnunargagna sem er ætluð vegna dómsmáls sem hefur verið höfðað eða er fyrirhugað.

Þannig er til dæmis hægt að: 

  • óska eftir blóðrannsókn vegna feðrunar barns 

  • óska eftir skattframtölum og/eða launaseðlum

  • óska eftir vitnaleiðslu fyrir dómstólum

  • óska eftir fyrirtöku hjá sýslumanni vegna skilnaðar

Norðurlandasamningur

Ef birta á gögn fyrir einstaklingi sem búsettur er í einhverju hinna Norðurlandanna eða fyrirtæki sem er skrásett þar þarf ekki að fylla út sérstakt umsóknareyðublað en umsóknin þarf að vera á ákveðnu formi:

Dómsmálaráðuneyti Noregs gerði sérsamning við sýslumanninn árið 2013 um að allar stefnubirtingar fari í gegnum Norðurlandasamninginn.

Samningur við Noreg

Leit að dómstóli í Noregi

Allir dómstólar í Noregi út frá póstnúmeri

Ferli umsóknarinnar

Umsóknin er send í bréfpósti til sýslumannsins á Suðurnesjum. Öll gögn þurfa að vera í tvíriti, það er frumgögn og ljósrit ásamt staðfestingu á greiðslu ef svo ber undir. Umsóknin mun verða send til baka ef hún er ófullnægjandi.

Kostnaður

Staðfesting á greiðslu fyrir stefnubirtinguna þarf að fylgja umsókninni ef við á. Sýslumaður tekur enga þóknun fyrir stefnubirtingar erlendis, en landið sem hinn stefndi býr í getur tekið greiðslu fyrir að birta stefnuna. Upplýsingar um þær upphæðir sem þarf að greiða fyrir birtingu í viðkomandi landi má finna undir skilmálum landsins í lista yfir aðildarríkin.

Birtingarvottorð

Þegar gögnin hafa verið birt hinum stefnda, fær umsækjandinn sent svokallað birtingarvottorð með upplýsingum um það hvaða gögn voru birt. Birtingarferlið getur tekið nokkuð langan tíma, allt frá þremur mánuðum og upp í ár, eftir því í hvaða landi hinn stefndi býr. 

Samningar

Haag samningur - stefnubirtingar

Haag samningur - öflun sönnunargagna - íslenska

Haag samningur - öflun sönnunargagna - enska

Norðurlandasamningurinn

Umsjón með stefnubirtingum erlendis hefur embætti sýslumannsins á Suðurnesjum.
Sími: 458-2233
Netfang: rettarbeidnir@syslumenn.is


Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15