Fara beint í efnið

Starfsleyfi heilbrigðiseftirlits

Einstaklingar sem reka starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum og reglugerðum þar um varðandi hollustuhætti, mengunarvarnir og matvæli þurfa að hafa gilt starfsleyfi. 

Heilbrigðiseftirlit gefur út starfsleyfi fyrir eftirfarandi atvinnurekstur:

  • Atvinnurekstur í framleiðslu eða dreifingu matvæla samkvæmt lögum um matvæli

    • Til dæmis: matvöruverslanir, bakarí og veitingastaðir

  • Atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. lista í viðauka í reglugerð

    • Til dæmis: bensínstöðvar, bílaverkstæði, virkjanir, fiskvinnslur og svínabú

  • Atvinnurekstur og stofnanir sem veita almenningi þjónustu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir

    • Til dæmis: sundlaugar, skólar og heilbrigðisþjónusta sbr. fylgiskjal 1 í reglugerð

Rekstraraðila ber að sækja um starfsleyfi áður en starfsemi hefst.

Þegar rekstraraðili hefur sent inn umsókn tekur heilbrigðisfulltrúi hana til meðferðar. Uppfylli rekstraraðili skilyrði er umsóknin tekin til afgreiðslu, að öðrum kosti er umsækjanda leiðbeint um það sem upp á vantar.

Ef sótt er um fyrir hönd fyrirtækis eða lögaðila þarf viðkomandi umsækjandi að hafa umboð frá lögaðila. Leiðbeiningar fyrir umboð.

Heilbrigðiseftirlitssvæðin

Umsókn um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Umsókn um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands

Umsókn um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness