Þjónustuaðili
Forsætisráðuneyti
Upplýsingar um starf
Starf
Spennandi sumarstarf fyrir laganema í forsætisráðuneytinu
Staðsetning
Óstaðbundið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
29.01.2026
Umsóknarfrestur
02.03.2026
Spennandi sumarstarf fyrir laganema í forsætisráðuneytinu
Forsætisráðuneytið auglýsir eftir laganema í sumarstarf á skrifstofu stjórnskipunar. Meðal verkefna er að sinna umsýslu úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Starfið heyrir undir skrifstofu stjórnskipunar. Skrifstofan hefur meðal annars umsjón með stjórnskipunarmálum, lögum um Stjórnarráð Íslands, stjórnsýslu- og upplýsingalögum, málefnum ríkisstjórnar og fjölmiðla- og alþjóðasamskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoð við ritara úrskurðarnefndar um upplýsingamál
Ritun úrskurðardraga og samskipti við málsaðila
Umsýsla í kringum nefndina, birting úrskurða ofl.
Aðstoð við almenn lögfræðileg málefni er varða verksvið skrifstofunnar og ráðuneytisins
Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun skrifstofustjóra
Hæfniskröfur
Æskilegt er að laganemi hafi lokið námskeiðunum stjórnsýsluréttur I og II
Hæfni í að greina og leysa úr lögfræðilegum álitamálum
Starfsreynsla úr opinberri stjórnsýslu er kostur
Gott vald á íslensku í ræðu og riti
Framúrskarandi samskiptahæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Um er að ræða sumarstarf í áhugaverðu og krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á framúrskarandi samskiptahæfni, öguð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi. Ráðuneytið hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið í gegnum Starfatorg. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfnikröfur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið er fram að umsóknir geta gilt í 6 mánuði, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.03.2026
Nánari upplýsingar veitir
Páll Þórhallsson
Tölvupóstur: pall.thorhallsson@for.is
Þjónustuaðili
Forsætisráðuneyti
Upplýsingar um starf
Starf
Spennandi sumarstarf fyrir laganema í forsætisráðuneytinu
Staðsetning
Óstaðbundið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
29.01.2026
Umsóknarfrestur
02.03.2026