Þjónustuaðili
Tryggingastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
22.01.2026
Umsóknarfrestur
04.02.2026
Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Langar þig að starfa í framsæknu tækniumhverfi með öflugu, samhentu starfsfólki, þar sem áhersla er lögð á þróun og nýsköpun? Þá gæti svið stafrænnar þróunar hjá Tryggingastofnun (TR) verið rétti staðurinn fyrir þig.
Við leitum að drífandi forritara með traustan tæknilegan bakgrunn sem hefur áhuga á að byggja upp og starfa í öflugu teymi.
Hjá TR færðu tækifæri til að vinna að þróun nýrra lausna, bæta og þróa núverandi kerfi og taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem styðja við stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Forritun og þróun í kerfum TR
Forritun og viðhald tenginga við ytri kerfi
Framþróun og endurbætur á upplýsingakerfum TR
Þátttaka í nýjungum og umbótaverkefnum á sviði Stafrænnar þróunar
Hæfniskröfur
Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða öðru háskólanámi sem nýtist í starfi
Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg
Þekking og reynsla af TypeScript, React (Next.js), .NET Core, C#, REST og PL/SQL
Reynsla og skilningur á DevOps-ferlum (t.d. CI/CD, Azure DevOps) er kostur
Reynsla af Docker, Git er kostur
Reynsla af hönnun, þróun og viðhaldi tæknilegs arkitektúrs er kostur
Reynslu af teymisvinnu, t.d. Agile/Scrum
Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Góð samvinnu- og samskiptahæfni
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs með möguleika á framlengingu.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttisstefnu TR við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarþjónustu á Íslandi. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna.
Hjá TR starfa rúmlega 100 starfmenn með hátt menntunarstig og mikla fagþekkingu. Starfsfólki er boðið upp á nútímalegt vinnuumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi, sveigjanlegur vinnutími og mikil samvinna. TR hefur hlotið jafnlaunavottun skv. ÍST 85:2012. Gildi stofnunarinnar eru traust, samvinna og metnaður. Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má nálgast á www.tr.is.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.02.2026
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
22.01.2026
Umsóknarfrestur
04.02.2026