Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Heilsu­gæsla höfuð­borg­ar­svæð­isins

Upplýsingar um starf

Starf

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi HH austur

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

30.01.2026

Umsóknarfrestur

09.02.2026

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi HH austur

Vilt þú verða hluti af frábærum vinnustað?

Við Geðheilsuteymi HH austur starfar fjölbreyttur þverfaglegur hópur starfsmanna sem leggur áherslu á góða samvinnu fagstétta með hag skjólstæðingsins að leiðarljósi. Teymið vinnur eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Við leitum að sálfræðingi í teymið okkar í framtíðarstarf í 80-100% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi. Til greina getur komið að ráða áhugasaman reynsluminni sálfræðing í ábyrgðarminna starf fáist ekki sálfræðingur með reynslu í starfið.

Nánari upplýsingar má finna inni á www.heilsugaeslan.is

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Viðtöl á starfsstöð

  • Greining og meðferð einstaklinga með geðrænan vanda

  • Beiting gagnreyndra meðferða og ráðgjöf

  • Notkun sálfræðilegra prófa

  • Skipulagning og veiting þjónustu sem þörf er á hverju sinni

  • Vinna í þverfaglegu teymi

  • Námskeiðshald og fræðsla til notanda og aðstandenda

  • Handleiðsla sálfræðinema og annars fagfólks

  • Þátttaka í þróunarstarfi

  • Samstarf við aðrar stofnanir, úrræði og samtök

Hæfniskröfur

  • Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði

  • 5 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg

  • Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda

  • Þekking og reynsla af gagnreyndri meðferð s.s. hugrænni atferlismeðferð

  • Þekking og reynsla af áfallavinnu æskileg

  • Þekking og reynsla af díaletískri atferlis (DAM) meðferð kostur

  • Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu

  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf

  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi

  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun

  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

  • Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Katli Berg Magnússyni, framkvæmdastjóra mannauðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 09.02.2026

Nánari upplýsingar veitir

Íris Dröfn Steinsdóttir

Tölvupóstur: iris.drofn.steinsdottir@heilsugaeslan.is

Sími: 513-6320

Þjónustuaðili

Heilsu­gæsla höfuð­borg­ar­svæð­isins

Upplýsingar um starf

Starf

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi HH austur

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

30.01.2026

Umsóknarfrestur

09.02.2026