
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Hjúkrunarnemar á 2.-4. ári í geðþjónustu - hlutastörf með námi og/ eða sumarstörf
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
20-100%
Starf skráð
23.01.2026
Umsóknarfrestur
23.02.2026
Hjúkrunarnemar á 2.-4. ári í geðþjónustu - hlutastörf með námi og/ eða sumarstörf
Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi?
Við leitum eftir 2.-4. árs hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi geðþjónustunnar. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Hjúkrunarnemar fá markvissan stuðning samhliða sínum störfum.
Í boði eru störf á eftirfarandi starfseiningum geðþjónustu:
Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma (Hringbraut)
Bráðalegudeild lyndisraskana (Hringbraut)
Geðgjörgæsla (Hringbraut)
Laugarásinn meðferðargeðdeild (Laugarásvegur 71)
Legudeild geðrofssjúkdóma (Hringbraut)
Legudeild lyndisraskana (Kleppur)
Réttar- og öryggisgeðþjónusta (Kleppur)
Í geðþjónustunni er unnið í þverfaglegum teymum við krefjandi störf sem fela í sér þjónustu við fólk með alvarlegar geðraskanir. Við vinnum samhent að því að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga, stundum til styttri tíma, oft til lengri tíma.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Vinsamlega skráið deildir sem þið helst viljið starfa á í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu. Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út og fylgigögn sem óskað er eftir séu hengd með. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hlutverk og ábyrgð er í samræmi við starfslýsingar hjúkrunarnema eftir lengd náms
Þátttaka í teymisvinnu
Hæfniskröfur
Hjúkrunarnemi á 2.-4. ári
Jákvætt viðhorf, frumkvæði, seigla og mjög góð samskiptahæfni
Faglegur metnaður og áhugi á að öðlast færni í geðhjúkrun
Hæfni og geta til að vinna í teymi
Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarnemi, teymisvinna,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5
Staðsetning: Hringbraut, 101 Reykjavík
Starfshlutfall er 20-100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.02.2026
Nánari upplýsingar veitir
Halldóra Friðgerður Víðisdóttir
Tölvupóstur: halldfv@landspitali.is
Júlíana Guðrún Þórðardóttir
Tölvupóstur: julianag@landspitali.is

Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Hjúkrunarnemar á 2.-4. ári í geðþjónustu - hlutastörf með námi og/ eða sumarstörf
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
20-100%
Starf skráð
23.01.2026
Umsóknarfrestur
23.02.2026