Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Innköllunarstjóri á göngudeild þvagfæraskurðlækninga

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

07.01.2026

Umsóknarfrestur

23.01.2026

Innköllunarstjóri á göngudeild þvagfæraskurðlækninga

Öflugur innköllunarstjóri óskast í fjölbreytt og krefjandi starf á skurðlækningaþjónustu Landspítala við Hringbraut. Innköllunarstjóri vinnur í teymi með þvagfæraskurðlæknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum fagaðilum eftir þörfum. Starfið felur í sér að sjá um skipulag, undirbúning og innköllun sjúklinga í skurðaðgerðir, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum tengdum starfsemi göngudeildar.

Á göngudeildinni fer fram sérhæfð starfsemi sem einkennist af teymisvinnu, góðum starfsanda, metnaði og sterkri liðsheild.

Unnið er í dagvinnu, virka daga. Starfshlutfall er 80-100% og er upphafsdagur starfa samkvæmt samkomulagi. Í boði er einstaklingbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra innköllunarstjóra og hjúkrunarfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúa og skipuleggja röðun skurðaðgerða fyrir þvagfæraskurðlækningar

  • Innköllun sjúklinga og undirbúningur fyrir áætlaðan skurðdag

  • Umsjón biðlista í samvinnu við yfirlækni

  • Áframhaldandi þróun samskipta við sjúklinga með rafrænum hætti í samvinnu og teymi innköllunarstjóra

Hæfniskröfur

  • Hjúkrunarfræðingur eða önnur heilbrigðismenntun

  • Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi

  • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar

  • Áhugi á að starfa í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi

  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.

Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.

Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, Hjúkrun, teymisvinna

Tungumálahæfni: íslenska 4/5

Staðsetning: Hringbraut, 101 Reykjavík

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2026

Nánari upplýsingar veitir

Hulda Pálsdóttir

Tölvupóstur: huldap@landspitali.is

Sími: 824-8257

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Innköllunarstjóri á göngudeild þvagfæraskurðlækninga

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

07.01.2026

Umsóknarfrestur

23.01.2026