Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Deildarstjóri í Blóðbankanum

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

23.12.2025

Umsóknarfrestur

15.01.2026

Deildarstjóri í Blóðbankanum

Klínísk blóðbanka- og rannsóknaþjónusta leitar að framsæknum og kraftmiklum stjórnanda með framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni og sem hefur góða þekkingu á vinnuferlum í blóðbankaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á sviði gæðamála. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Klínískrar rannsókna- og blóðbankaþjónustu.

Við sækjumst eftir einstaklingi með hæfni til að leiða þverfaglega teymisvinnu, er hvetjandi og stuðlar að jákvæðum starfsanda. Deildarstjóri Blóðbankans stýrir daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni blóðbankaþjónustu. Deildarstjóri starfar í nánu samstarfi við forstöðumann, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur blóðbanka-og ónæmisfræðiþjónustu.

Blóðbankinn sinnir blóðbankaþjónustu á landsvísu í takt við ákvæði laga og reglugerða þar að lútandi. Á starfseiningum Blóðbankans er umfangsmikil þjónusta veitt allan sólarhringinn. Blóðbankinn er með gæðakerfi á grunni ISO9001:2015, ISO vottun allra starfsemisþátta, auk faggildingar á sviði vefjaflokkunar (EFI accreditation) og stofnfrumusöfnunar og -vinnslu (JACIE accreditation) og leggur megináherslu á áframhaldandi styrkingu gæðakerfis.

Starfshlutfall er 100%, sem unnið er í dagvinnu. Starfið veitist frá 1. mars 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9.gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulag og þróun starfsemi. Setur markmið um umbætur og öryggi og tryggir eftirfylgni. Stuðlar að þekkingaþróun og kennslu og hvetur til vísindastarfa.

  • Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsfólks á deildinni.

  • Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar.

  • Hefur forystu um áframhaldandi uppbyggingu, skipulag og þróun Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu í samráði við aðra stjórnendur deildarinnar, forstöðumann og framkvæmdastjóra.

  • Þátttaka í umbóta, vísinda- og rannsóknarstarfi

  • Starfar náið með öðrum stjórnendum innan sviðsins og er virkur þátttakandi í samstarfi þeirra á milli.

  • Framfylgir stefnu og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu sem nýtist í starfi

  • Viðbótarmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi

  • Starfsreynsla í blóðbanka

  • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur

  • Leiðtogahæfni, áhugi, vilji og reynsla af því að leiða breytingar og umbætur er æskileg

  • Mjög góð hæfni í samskiptum, jákvætt viðbót og lausnamiðuð nálgun

  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

  • Sýn og hæfni til að leiða faglega þróun blóðbankaþjónustu og gæða- og öryggismál¿

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:

  • Fyrri störf, menntun og hæfni

  • Félagsstörf og umsagnaraðila

Nauðsynleg fylgiskjöl:

  • Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfi

  • Ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið

Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.

Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.

Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.

Starfsmerkingar: Stjórnunarstörf, rekstur, deildarstjóri, blóðmeinafræði, heilbrigðisvísindi

Tungumálahæfni: Íslenska 4/5, enska 4/5

Staðsetning: Blóðbankinn, 105 Reykjavík

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.01.2026

Nánari upplýsingar veitir

Borghildur F. Kristjánsdóttir

Tölvupóstur: borgfk@landspitali.is

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Deildarstjóri í Blóðbankanum

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

23.12.2025

Umsóknarfrestur

15.01.2026