Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Hjúkrunarnemar á 1. ári - Sumarstörf 2026

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

23.12.2025

Umsóknarfrestur

12.01.2026

Hjúkrunarnemar á 1. ári - Sumarstörf 2026

Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir nema í hjúkrunarfræði sem munu ljúka 1. námsári vorið 2026.

Sumarstörf fyrir 1. árs hjúkrunarnema verða ekki auglýst sérstaklega fyrir einstaka deildir svo vinsamlega skráið óskir um deildir í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu. Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda eftir fremsta megni.

Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Unnið skv. starfslýsingu 1. árs hjúkrunarnema

  • Hjúkrun í samvinnu við aðra fagaðila

  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

Hæfniskröfur

  • Hafa lokið fyrstu önn í hjúkrunarfræði (30ECTS) og sé skráður í nám á vorönn

  • Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar

  • Hæfni og geta til að vinna í teymi

  • Góð íslenskukunnátta

  • Einstaklingur þarf að hafa náð 18 ára aldri að lágmarki

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Með umsókn skal fylgja

  • Staðfesting á um hversu mörgum ECTS einingum er lokið þegar störf hefjast.

  • Starfsferilskrá þar sem nám og fyrri starfsreynsla er tilgreind.

Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi

Forsenda ráðningar sem háskólanemi hjá Landspítala er að viðkomandi skili staðfestum gögnum um námsframvindu um leið og þau liggja fyrir að loknu vormisseri.

Stjórnendur hafa samband við þá umsækjendur sem þeir hafa hug á að bjóða í viðtal. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningum loknum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfsmerking: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarnemi, hjúkrun

Tungumálahæfni: íslenska 4/5

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 12.01.2026

Nánari upplýsingar veitir

Hrönn Harðardóttir

Tölvupóstur: hronhard@landspitali.is

Sími: 897-5600

Anna Dagný Smith

Tölvupóstur: annads@landspitali.is

Sími: 825-3675

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Hjúkrunarnemar á 1. ári - Sumarstörf 2026

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

23.12.2025

Umsóknarfrestur

12.01.2026