
Þjónustuaðili
Háskóli Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Doktorsnemi í lífefnafræði
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
17.12.2025
Umsóknarfrestur
15.01.2026
Doktorsnemi í lífefnafræði
Laust er til umsóknar, tímabundið til þriggja ára, fullt starf doktorsnema við Líf- og umhverfisvísindadeild í verkefni sem fjallar um hlutverk umritunarþátta við endurmótun litnis. Doktorsneminn mun tilheyra rannsóknahópi Dr. Péturs Orra Heiðarssonar við rannsóknir á umritunarþáttum og víxlverkunum þeirra við erfðaefnið. Unnið verður með háþróaða staksameindasmásjá til þess að mæla og þróa líkön af víxlverkunum próteina og erfðaefnis. Verkefnið er fjölþjóðlegt samvinnuverkefni við rannsóknarhópa í Evrópu og USA.
Verkefnið fer fram í próteinvísindakjarna í Öskju Náttúrufræðahúsi sem hefur yfir að ráða víðtækum tækjabúnaði til einangrunar og greininga á próteinum og öðrum lífsameindum, ásamt háþróaðri staksameindasmásjá. Próteinvísindakjarninn er hluti af Raunvísindastofnun Háskólans og Lífvísindasetri sem tengir yfir 70 rannsóknarhópa og meira en 100 framhaldsnemendur.
Helstu verkefni og ábyrgð
Tjáning og hreinsun flúrmerktra umritunarþátta, og framleiðsla litnis
Rannsóknir á víxlverkunum umritunarþátta og litnis með staksameindatækni
Hönnun stökkbreytinga á umritunarþáttum
Hæfniskröfur
Meistaragráða í lífefnafræði, efnafræði, sameindalíffræði eða skyldum greinum
Góð kunnátta í tölvu- og gagnavinnslu
Reynsla af notkun gagnavinnsluforrita á borð við Mathematica, MATLAB er æskileg
Færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt því að geta unnið í teymi
Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Ráðning er háð því að umsækjandi sæki formlega um doktorsnám við Líf- og Umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og að umsóknin sé samþykkt af deild.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Reiknað er með að doktorsneminn hefji störf 1. mars 2026 eða fljótlega þar á eftir.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Kynningarbréf þar sem fjallað er um hvernig umsækjandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem settar eru fram í auglýsingunni og hvað hann telur sig geta lagt af mörkum til starfsins
Afrit af prófskírteinum
Niðurstöður úr TOEFL eða IELTS
Upplýsingar um tvo umsagnaraðila
Einnig má senda PDF af ritverkum, t.d. meistararitgerð eða öðru (hámark 2 skrár)
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands hefur frá stofnun verið undirstaða atvinnulífs og framfara í íslensku samfélagi. HÍ er jafnframt framsækinn rannsóknarháskóli og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísindasamstarfi.
Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og býður upp á hátt í 400 námsleiðir í grunn-, meistara- og doktorsstigi. Um 14.000 nemendur stunda nám við skólann, þar af yfir 2.000 alþjóðlegir nemar.
Við Háskóla Íslands starfa yfir 1.800 manns. Skólinn leggur áherslu á að laða til sín fjölbreyttan hóp starfsfólks og stúdenta í alþjóðlegt fræðasamfélag þar sem akademískt frelsi, fagmennska, jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding eru í öndvegi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.01.2026
Nánari upplýsingar veitir

Þjónustuaðili
Háskóli Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Doktorsnemi í lífefnafræði
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
17.12.2025
Umsóknarfrestur
15.01.2026