Þjónustuaðili
Vegagerðin
Upplýsingar um starf
Starf
Verkstjóri á þjónustustöð, Ísafjörður
Staðsetning
Vestfirðir
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
17.12.2025
Umsóknarfrestur
12.01.2026
Verkstjóri á þjónustustöð, Ísafjörður
Vegagerðin rekur 18 þjónustustöðvar víðs vegar um landið og sjá þær um almenna þjónustu og viðhald vega og vegbúnaðar á sínu starfssvæði. Hlutverk þjónustustöðva er að sjá til þess að ástand vega, vegsvæða og samgöngumannvirkja sé þannig að umferð gangi sem greiðast og öruggast fyrir sig, allan ársins hring.
Starf verkstjóra við þjónustustöðina á Ísafirði er laust til umsóknar. Verkstjóri hefur umsjón og eftirlit með verkefnum á þjónustustöðinni og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu Vegagerðarinnar. Verkstjóri er staðgengill yfirverkstjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn þjónusta, eftirlit og verkstjórn í viðhaldi vega, jarðganga og vegbúnaðar á svæði þjónustustöðvarinnar.
Eftirlit í vetrarþjónustu með færð á vegum, upplýsingagjöf og stjórnun snjómoksturs í samvinnu við yfirverkstjóra og vaktstöð Vegagerðarinnar.
Samskipti og eftirlit með verktökum.
Vinnur bakvaktir í vetrarþjónustu og er aðgengilegur ef þörf skapast, s.s. vegna veðurs, náttúruvár og slysa.
Gætir að öryggi starfsfólks þjónustustöðvar og vegfarenda á vinnusvæðum og fylgir öryggisreglum þar að lútandi.
Hæfniskröfur
Iðnmenntun æskileg eða annað nám sem nýtist í starfi
Reynsla af stjórnun æskileg
Verkstjórnarnámskeið eða sambærilegt er æskilegt
Almenn ökuréttindi er skilyrði, meirapróf og/ eða vinnuvélaréttindi æskileg
Starfsreynsla sem nýtist í starfi
Góð íslensku- og enskukunnátta
Mjög góð tölvukunnátta
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
Góð öryggisvitund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkstjórafélag Vestfjarða hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 370 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.01.2026
Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Guðmundur Sverrisson
yfirverkstjóri
Tölvupóstur: sigurdur.g.sverrisson@vegagerdin.is
Sími: 522 1000
Þjónustuaðili
Vegagerðin
Upplýsingar um starf
Starf
Verkstjóri á þjónustustöð, Ísafjörður
Staðsetning
Vestfirðir
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
17.12.2025
Umsóknarfrestur
12.01.2026