Þjónustuaðili
Sjúkrahúsið á Akureyri
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstörf 2026 - aðstoðarmaður á skurðlækningadeild
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
15.12.2025
Umsóknarfrestur
02.02.2026
Sumarstörf 2026 - aðstoðarmaður á skurðlækningadeild
Langar þig að nýta þekkingu þína og hæfileika og vinna í hvetjandi og lærdómsríku umhverfi?
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) óskar eftir aðstoðarmönnum í sumarafleysingar á skurðlækningadeild. Frábært tækifæri til að öðlast reynslu og þróa faglega hæfni þar sem áhersla er lögð á lærdóm, fagmennsku og mannlega nálgun.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðarmaður vinnur í nánu samstarfi við deildarritara og sinnir störfum deildarrita í fjarveru hans.
Starfið felur í sér ýmis störf s.s. flutning sjúklinga, þrif á rúmum og umbúnað, frágang á vörum og áfyllingar, eftirlit og þrif á lager deildar, fara með og sækja vörur, sýni ofl.innanhúss og fleiri tilfallandi störf.
Hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa almenna tölvuþekkingu, vera líkamlega hraustur auk þess sem lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Eining - Iðja hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins <www.sak.is>. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.02.2026
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
Sjúkrahúsið á Akureyri
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstörf 2026 - aðstoðarmaður á skurðlækningadeild
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
15.12.2025
Umsóknarfrestur
02.02.2026