Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Heilbrigð­is­stofnun Austur­lands

Upplýsingar um starf

Starf

Deildarritari - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2026

Staðsetning

Austurland

Starfshlutfall

80%

Starf skráð

06.01.2026

Umsóknarfrestur

09.02.2026

Deildarritari - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2026

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða deildarritara í sumarafleysingu á hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 80% eða samkvæmt samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í almennum ritarastörfum ásamt samskiptum og þjónustu við íbúa, ættingja, starfsmenn sem og aðrar stofnanir. Sér um símsvörun og viðeigandi upplýsingamiðlun. Annast skýrslugerðir og vaktáætlanir í samvinnu við deildarstjóra. Yfirferð tímastimplana í vinnustund, tryggir mönnun á vöktum í samvinnu við deildarstjóra. Annast inn- og útskriftir sjúklinga ásamt sjúkraskrárvinnu.

Hæfniskröfur

Heilbrigðismenntun eða reynsla í heilbrigðisþjónustu er kostur. Lögð er áhersla á metnað í starfi, góða samskiptahæfni, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu í bæði tali og ritun. Góð almenn tölvukunnátta er nauðsyn og þekking á helstu ritvinnsluforritum. Reynsla af vaktaskipulagi er kostur og einnig þekking á tölvukerfum ríkisins s.s vaktasmið og vinnustund.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi hafa gert.

Umsóknum um auglýst störf skal skilað rafrænt til HSA . Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði en alls eru starfsstöðvarnar fjórtán talsins. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Starfshlutfall er 80%

Umsóknarfrestur er til og með 09.02.2026

Nánari upplýsingar veitir

Magnfríður Ólöf Pétursdóttir

Tölvupóstur: magnfridur.o.petursdottir@hsa.is

Bríet Magnúsdóttir

Tölvupóstur: briet.magnusdottir@hsa.is

Þjónustuaðili

Heilbrigð­is­stofnun Austur­lands

Upplýsingar um starf

Starf

Deildarritari - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2026

Staðsetning

Austurland

Starfshlutfall

80%

Starf skráð

06.01.2026

Umsóknarfrestur

09.02.2026