
Þjónustuaðili
Samgöngustofa
Upplýsingar um starf
Starf
Lögfræðingur
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
05.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025
Lögfræðingur
Samgöngustofa leitar að öflugum lögfræðingi í lögfræðideild stofnunarinnar. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.Starfshlutfall er 100%.
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Samning lagafrumvarpa og reglugerða, ásamt þátttöku í vinnu við innleiðingu reglugerða Evrópusambandsins á sviði samgöngumála, í samvinnu við innviðaráðuneytið.
Lögfræðileg aðstoð við starfsfólk stofnunarinnar.
Skrif álitsgerða og framsetning lögfræðilegs efnis í riti og á vef.
Svar almennra lagalegra fyrirspurna á starfssviði Samgöngustofu.
Samskipti við innlend stjórnvöld og hagsmunaaðila.
Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.
Hæfniskröfur
Grunn- og meistaranám í lögfræði.
Haldgóð reynsla eða þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
Reynsla eða þekking á Evrópurétti, þjóðarétti og EES-samningnum er nauðsynleg.
Reynsla og þekking á regluverki samgöngumála er æskileg.
Mjög gott vald á íslensku og ensku, í rituðu og töluðu máli nauðsynlegt. Góð færni í einu Norðurlandamáli æskileg.
Góð samskiptahæfni og jákvætt og lausnamiðað viðhorf sem styrkir og auðveldar teymisvinnu.
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi teljist ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Sigrún H Kristjánsdóttir
Deildarstjóri lögfræðideildar
Tölvupóstur: sigrun.h.kristjansdottir@samgongustofa.is
Sími: 4806000

Þjónustuaðili
Samgöngustofa
Upplýsingar um starf
Starf
Lögfræðingur
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
05.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025