
Þjónustuaðili
Matvælastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur - Inn-og útflutningsdeild
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
04.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025
Sérfræðingur - Inn-og útflutningsdeild
Viltu stuðla að matvælaöryggi og og taka þátt í uppbyggingu vöktunarkerfis?
Matvælastofnun leitar að sérfræðingi á inn- og útflutningsdeild á starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík til þess að sinna eftirliti með innflutningi afurða. Starfinu er sinnt að hluta til á starfsstöð og að hluta til á landamærastöðvum. Á inn- og útflutningsdeild starfa 13 sérfræðingar og mikil áhersla er lögð á teymisvinnu og umbætur í verklagi. Til að rækta hlutverk okkar þurfum við að búa yfir framúrskarandi þekkingu á matvælaöryggi, heilbrigði og velferð dýra ásamt því að ástunda traust, vandað og áhættumiðað eftirlit.
Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.
Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna áwww.mast.is
Helstu verkefni og ábyrgð
Vöktun og afgreiðsla innflutnings í Traces og öðrum kerfum
Skoðun sendinga á landamærastöðvum
Uppbygging vöktunarkerfa
Viðbrögð við frávikum
Samskipti við hagaðila, þ.e. stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga
Virk þátttaka í umbótastarfi
Hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði matvælafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af matvælavinnslu eða annarri skyldri starfsemi æskileg
Þekking á tollamálum eða innflutningi er kostur
Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur
Mjóg góð tölvukunnátta, greiningarhæfni og gagnalæsi
Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Góð samskiptahæfni og færni til að hugsa í lausnum
Íslenskufærni málfar og ritun C1 skv. samevrópska tungumálarammanum
Enskufærni málfar og ritun B2 skv. samevrópska tungumálarammnum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Í boði er 36 stunda vinnuvika og ýmis hlunnindi eins og símastyrkur, heilsuræktarstyrkur ofl. Hjá okkur er starfandi öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur viðburði af og til.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í sex mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Inga Guðrún Birgisdóttir
Tölvupóstur: inga.birgisdottir@mast.is

Þjónustuaðili
Matvælastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur - Inn-og útflutningsdeild
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
04.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025